Dagsetning Tilvísun
1. nóvember 1993 563/93
Prentun sýningarskrár
Vísað er til bréfs yðar, dags. 18. október 1993 þar sem spurt er hvort að vinnsla sýningarskrár á Íslandi vegna myndlistarsýningar nokkurra Íslendinga í Þýskalandi sé virðisaukaskattsskyld. Fram kemur að sýningarskráin verði á þýsku og að í henni verði ekki auglýsingar. Þá kemur það og fram að henni mun verða dreift ókeypis .
Meginreglan er sú samkvæmt virðisaukaskattslögunum að þeir sem í atvinnuskyni eða með sjálfstæðri starfsemi sinni selja eða afhenda vörur eða verðmæti ellegar inna af hendi skattskylda vinnu eða þjónustu innheimti virðisaukaskatt og standi skil á honum í ríkissjóð.
Prentþjónusta er virðisaukaskattsskyld skv. almennum ákvæðum virðisaukaskattslaga og því ber prentsmiðju að innheimta 24,5% virðisaukaskatt af prentkostnaði sýningarskrárinnar.
Engar sérstakar reglur eða undanþágur gilda um prentunina þótt um sé að ræða sýningarskrá vegna myndlistarsýningar sem haldin verður í Þýskalandi.
Að lokum má þess geta að ef prentsmiðjan selur sjálf vörur úr landi þá telst sú vara ekki til skattskyldrar veltu sbr. 1. tl. 12. gr. virðisaukaskattslaga.
Virðingarfyllst
f.h. ríkisskattstjóra
Grétar Jónasson