Kaup á rafrænt afhentri þjónustu erlendis frá:
VSK lög:
VSK reglugerðir:
Í stuttu máli þarf erlendur aðili sem selur hingað til lands rafrænt afhenta þjónustu til óskattskylds aðila (þ.e. aðila sem er ekki með
vsk starfsemi) að óska eftir vsk skráningu, innheimta vsk af sölunni og skila til ríkissjóðs. Núna er tæknilega ómögulegt að skrá slíka
aðila á vsk skrá nema í gegnum íslenska vsk umboðsmenn. Deila má um hvort íslenski kaupandinn, t.d. einstaklingur sem hleður niður forriti
í heimatölvuna sína, sé ábyrgur fyrir skilum á þessum virðisaukaskatti ef hinn erlendi aðili framkvæmir það ekki sjálfur.
Ekki hefur enn (skrifað 16.06.2015) verið sett reglugerð þar sem hugtakið rafrænt afhent þjónusta er skilgreind nánar.
Þó kynnti Menntamálaráðuneytið á árinu 2011 tillögu að nýrri reglugerð þar sem drög að túlkun hugtaksins koma m.a. fram.
Af þeim tillögum má væntanlega nokkuð ráða hvernig túlkunin verður í meginatriðum þegar af verður.
Innan ESB fer mikil vinna fram við að skilgreina hvar kaupandi slíkrar þjónustu er staddur. Þar er reglan sú að seljandi innheimtir og skilar vsk miðað við skattþrep þess lands sem kaupandinn er staðsettur. Kaupandinn leitast því við að vera skilgreindur staðsettur þar sem vsk þrepið er sem lægst.