Dagsetning Tilvísun
31. des. 1992 440/92
Sala bifreiða til niðurrifs, sbr. 4. mgr. 110. gr. 1. nr. 50/1987.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 7. ágúst 1991, þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra á meðferð virðisaukaskatts við sölu bifreiða til niðurrifs, til greiðslu kostnaðar við flutning og geymslu bifreiða sem brotið hafa í bága við 1. mgr.110. gr. umferðarlaga nr. 50/l987.
Samkvæmt 4. mgr. 110. gr. 1. nr. 50/1987, er heimilt að selja ökutæki á opinberu uppboði eða til niðurrifs, ef ætla má að hærra verð fáist þannig til greiðslu kostnaðar við flutning og geymslu ökutækis sem hefur staðið þannig að brotið hafi verið gegn l. mgr. sömu greinar. Söluandvirði rennur í ríkissjóð en eignandi getur innan árs frá því salan fór fram krafist greiðslu á söluandvirðinu að frádregnum kostnaði.
Um er að ræða skattskylda sölu. Aftur á móti er seljanda heimilt við sölu notaðrar fólksbifreiðar fyrir níu menn eða færri, að miða skattverð við 80,32% af mismun innkaupsverðs og söluverðs bifreiðarinnar að meðtöldum virðisaukaskatti. Sé söluverð lægra en kaupverð reiknast enginn skattur.
Hér er um að ræða nauðungarsölu á bifreiðum. Að áliti ríkisskattstjóra ber því að fara eftir þeim reglum sem gilda við sölu notaðra fólksbifreiða á nauðungaruppboði. Við uppboðssölu notaðrar fólksbifreiðar fyrir færri en níu menn má ákveða skattverð samkvæmt ákvæðum 10. gr. laga nr. 50/1988, þ. e. miða skattverð við 80, 32 % af kostnaði við söluna eða í þessu tilviki 80,32% af sölukostnaði (sölulaunum).
Hafi bifreiðin aftur á móti verið notuð í bílaleigustarfsemi eða um er að ræða bifreið þar sem innskattur hefur fengist frádreginn af öflun skal ákveða skattverð samkvæmt almennum reglum.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Vala Valtýsdóttir