Dagsetning                       Tilvísun
23. feb. 1993                            459/93

 

Sala bóka á íslenskri tungu.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 15. júlí 1992, þar sem spurt er hvort undanþága 10. tl. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, nái til bóka sem prentaðar eru á erlendu máli ef frumgerð þeirra er á íslensku.

Sala bókar er aðeins undanþegin skattskyldri veltu sé hún á íslenskri tungu. Af lögskýringargögnum má ráða að ástæða þess að löggjafinn takmarkar undanþáguna við bækur á íslensku sé viðleitni til þess að styrkja sérstaklega íslenska tungu og þann menningararf Íslendinga sem birtist á bók. Verður að hafa þann tilgang undanþáguákvæðisins í huga við skýringu þess.

Samkvæmt framansögðu tekur undanþágan ekki til bóka á öðrum tungumálum en íslensku, hvort sem höfundur og/eða útgefandi er íslenskur eða erlendur, og hvort sem frumrit bókar er til á íslensku eður ei. Bækur sem eingöngu eru með erlendum texta bera 24.5% virðisaukaskatt við sölu í atvinnuskyni.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Vala Valtýsdóttir.