Dagsetning Tilvísun
14. apríl 1990 50/90
Sérgreining virðisaukaskatts á sölureikningum.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 15. des. 1989, þar sem þess er farið á leit að félagsmönnum Trausta, félags sendibifreiðastjóra, verði veitt undanþága frá því að tilgreina virðisaukaskatt sérstaklega á reikningum fyrir akstri.
Til svars erindinu skal tekið fram að í 20. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, og í 4. gr. reglugerðar nr. 501/1989, um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila, kemur fram að við sölu til skattskylds aðila skal fjárhæð virðisaukaskatts ætíð koma fram.
Ekki er lagaheimild til að veita undanþágu frá þessu ákvæði.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Ólafur Ólafsson.