Dagsetning Tilvísun
8. nóvember 1993 571/93
Skattskylda opinberrar stofnunar
Vísað er til bréfs yðar, dags. 2. nóvember 1993, þar sem óskað er eftir áliti ríkisskattstjóra á því hvort stofnuninni beri að innheimta og standa skil á virðisaukaskatti af verktakavinnu sem hún annaðist í sumar.
Til svars bréfi yðar skal tekið fram að ríki, bæjar- og sveitarfélögum og stofnunum eða fyrirtækjum þeirra er skylt að innheimta virðisaukaskatt og standa skil á honum í ríkissjóð, að svo miklu leyti sem þessir aðilar selja vörur eða skattskylda þjónustu í samkeppni við atvinnufyrirtæki, sbr. 4. tl 1. mgr. 3. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Að áliti ríkisskattstjóra ber að skilja ákvæði þetta á samkeppni sé fyrir hendi. Því telur ríkisskattstjóri að þessi þáttur í starfsemi þannig að gjaldtaka ríkisstofnana vegna starfsemi sem þær hafa með höndum í krafti opinbers valds hafi ekki í för með sér skyldu til að innheimta virðisaukaskatt, enda er þá ekki á valdi annars en viðkomandi stofnunar að veita sambærilega þjónustu með sömu réttaráhrifum. Jafnframt felst í ákvæðinu að þjónusta sem opinber stofnun veitir án þess að henni sé það skylt skv. lögum er ekki skattskyld nema sambærileg þjónusta sé einnig veitt af atvinnufyrirtækjum.
Í bréfi yðar kemur fram að umrædd starfsemi er ekki í samkeppni við atvinnufyrirtæki þar sem aðeins eitt annað fyrirtæki á landinu hefur tæki og aðstöðu til að röntgenmynda og meta rafsuður og það fyrirtæki er einnig ríkisfyrirtæki. Ríkisskattstjóra er ekki kunnugt um raunverulega samkeppni Siglingamálastofnunar við atvinnufyrirtæki og þjónusta ríkisstofnana verður ekki skattskyld af því einu að möguleiki Siglingamálastofnunar sé að svo stöddu ekki virðisaukaskattskyldur en hafa beri í huga að stofnuninni beri að útskatta þá þjónustu sem hún selur og má vita að er í raunverulegri samkeppni við atvinnufyrirtæki á hverjum tíma.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Árni Harðarson.