Dagsetning                       Tilvísun
23. feb. 1993                            452/93

 

Skattverð við skipti og sölu notaðra bifreiða

Vísað er til bréfs yðar, dags. 1. júlí 1992, þar sem óskað er eftir skýringu ríkisskattstjóra á skattverði við bifreiðaskipti og endursölu skiptibifreiðar samkvæmt 10. gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Í bréfi yðar er tekið dæmi, þar sem Toyotabifreið er keypt á kr. 1.000.000.-, hún seld samkvæmt afsali á kr. 1.400.000.og greitt er með peningum kr. 400.000.- og tveimur bifreiðum, sem síðar eru endurseldar á kr. 400.000.- og 350.000.- Spurt er hvort skattverð samkvæmt þessum viðskiptum verði kr. 321.280 (80.32% af peningagreiðslu kr. 400.000.-,) eða kr. 120.480.- (80.32% af kr.150.000.-, sem er bein hagnaðartala viðskiptanna).

Skattverð við sölu Toyotabifireiðarinnar er kr. 321.280.- Skattverð við sölu Fiats og Lödu yrði skv. þessu dæmi að reiknast kr. 0.-, þar sem ekki var hagnaður af þeim viðskiptum. Við endursölu hverrar bifreiðar fer skattverð eftir almennum reglum, þar sem skattverð miðast við heildarendurgjald eða heildarandvirði hins selda án virðisaukaskatts, sbr. l. mgr. 7. gr. laga nr. 50/1988, en reiknireglu 10. gr. laganna má beita á þá heildarupphæð.

 

Virðingarfyllst,

f h. ríkisskattstjóra

Vala Valtýsdóttir.