Dagsetning                       Tilvísun
6. nóv. 1990                             160/90

 

Skilamáti virðisaukaskatts.

Með bréfi yðar, dags. 5. apríl 1990, til skattstjórans í Vesturlandsumdæmi, er lýst þeirri skoðun að B skuli skila virðisaukaskattsskýrslu á sama hátt og bændur, þ.e. tvisvar á ári, enda sé landstærsti hluti virðisaukaskattsskyldrar starfsemi skólans tengdur búrekstri. Erindi þetta framsendi skattstjóri ríkisskattstjóra til afgreiðslu.

Til svars erindinu skal tekið fram að skv. 31. gr. laga um virðisaukaskatt skulu skráningarskyldir aðilar, sem stunda landbúnað,skila virðisaukaskattsskýrslu tvisvar á ári. Starfsemi, sem fellur undir flokk 0 í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Íslands, önnur en þjónusta við búrekstur, telst landbúnaður í þessu sambandi, sbr. 2. mgr. 30. gr. Bú við skóla, svo og tilraunabú, falla í flokk 0 í atvinnuvegaflokkun Hagstofunnar. Samkvæmt þessu ber B réttilega að skila virðisaukaskattsskýrslu tvisvar á ári.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Ólafur Ólafsson.