Dagsetning Tilvísun
22. feb. 1991 250/91
Skilyrði þess að fá virðisaukaskattsnúmer.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 20. desember sl. , þar sem þess er farið á leit við ríkisskattstjóra að sett verði sem eitt af skilyrðum þess að fá virðisaukaskattsnúmer, að sendibifreiðastjórar, sem stunda leiguakstur á vörum á félagssvæði T, félags sendibifreiðastjóra, sýni vottorð þess efnis að þeir hafi afgreiðslu á viðurkenndri sendibifreiðastöð á félagssvæði T og séu jafnframt í T, félagi sendibifreiðastjóra.
Til svars erindinu skal tekið fram að í l. mgr. 5. gr. laga um virðisaukaskatt er gerð sú krafa að skattskyldur aðili skuli ótilkvaddur og eigi síðar en átta dögum áður en starfsemin hefst tilkynna atvinnurekstur sinn til skráningar hjá skattstjóra þar sem hann er heimilisfastur. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar gefur skattstjóri út staðfestingu til skráningarskylds aðila að skráning hafi átt sér stað. Er honum þá m.a. tilkynnt um virðisaukaskattsnúmer. Hér er því um að ræða skráningarskyldu en ekki heimild til skráningar. Þegar af þeirri ástæðu er engin heimild til þess að binda skyldu til skráningar skilyrðum sem ekki hafa sér beina lagastoð.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.