Dagsetning                       Tilvísun
30. september 1993                            552/93

 

Útflutningur hrossa

Vísað er til bréfs yðar, dags. 23. júní 1993, þar sem spurt er hvort vissir pappírar séu nægjanlegir til staðfestingar útflutnings á hrossum og hvort salan sé undanþegin skatt-skyldri veltu.

Í bréfi yðar kemur fram að umræddir pappírar eru útflutningsskýrsla og kaup-samningur. Kaupsamningur er á milli seljanda og erlends kaupanda, þar sem fram kemur kaupverð og jafnframt að það sé annar aðili (miðlari) sem sjái um útflutninginn. Á útflutningsskýrslunni er útflutningsnúmer sem vísar í kaupsamninginn – spurt er hvort þetta sé nægileg tilvísun.

Það er álit ríkisskattstjóra að gerð kaupsamnings og útflutningsskýrslu sé í samræmi við reglur um sölumiðlun til útflutnings, sbr. meðfylgjandi bréf virðisaukaskatts-skrifstofu ríkisskattstjóra, dags. 3. júní 1993, nr. 477/93. Það skal þó tekið fram, að sé vísað í kaupsamning með útflutningsnúmeri á útflutningsskýrslu, þá telst það nægileg tilvísun ef fram kemur á umsókn um útflutningsleyfi hver einnkennisnúmer eru, auk þess sem einkennisnúmer komi jafnframt fram á sölureikningi.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Bjarnfreður Ólafsson