Dagsetning Tilvísun
11. nóvember 1993 572/93
Virðisaukaskattsskyld starfsemi opinberra aðila
Vísað er til bréfs yðar, dags. 10. ágúst 1993, þar sem óskað er eftir því að embætti ríkisskattstjóra upplýsi hvaða reglur gildi við uppgjör á virðisaukaskatti áhaldahúsa sveitarfélaga.
Til svars bréfi yðar skal tekið fram að starfsemi flestra áhaldahúsa sveitarfélaga fellur undir ákvæði 3. gr. reglugerðar nr. 248/1990, um virðisaukaskatt af skattskyldri starfsemi opinberra aðila. Í bréfi virðisaukaskattsskrifstofu ríkisskattstjóra til allra skattstjóra, dags. 10. nóvember 1993, er gerð grein fyrir uppgjöri virðisaukaskatts vegna starfsemi sem tilgreind er í 3. gr. reglugerðar nr. 248/1993. Bréf þetta fylgir hjálagt og vísast til þess.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Bjarnfreður Ólafsson