Dagsetning                       Tilvísun
14. sept. 1993                            533/93

 

Virðisaukaskattsskylda fólksflutningabifreiðastjóra.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 8. júlí 1992 þar sem leitað er álits ríkisskattstjóra á því hvort bílstjóri sem er verktaki hjá fólksflutningafélagi og ekur rútum félagsins eigi að útskatta þjónustu sína. við fólksflutningafélagið.

Samkvæmt 6. tl. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, þá er útseld vinna og þjónusta við fólksflutninga undanþegin virðisaukaskatti ( ákvæðið verður þrengt úr almennum fólksflutningum í leiguakstur fólksbifreiða l. janúar 1994 með a lið 46. gr. laga nr. 111/1992 ). Skv. 4. mgr. sömu greinar ná undanþágur 3. mgr. aðeins til sölu eða afhendingar vinnu og þjónustu, en ekki til virðisaukaskatts af aðföngum til hinnar undanþegnu starfsemi.

Ríkisskattstjóri lýtur því svo á að sú starfsemi sem lýst er í bréfinu sé virðisaukaskattsskyld. skv. 2. mgr. 2. gr. laga nr: 50/l988 og ber því fyrrgreindum bílstjóra að útskatta þjónustu sína við fólksflutningafélagið.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Grétar Jónasson.