Dagsetning Tilvísun
6. sept. 1991 327/91
Virðisaukaskattsskylda U
Með bréfi yðar, dags. 17. desember 1990, er óskað álits ríkisskattstjóra á því hvort U skuli innheimta virðisaukaskatt af sölu vöru og skattskyldrar þjónustu; sérstaklega er spurt hvort innheimta beri virðisaukaskatt af söluandvirði veggspjalda sem U íhugar að gefa út.
Fram kemur i erindinu að U. er sameignarfélag F, X og X landshlutasamtakanna. Tilgangur og verksvið miðstöðvarinnar er m.a. sá að veita upplýsingar um ferðamál innan lands.
Félagið hefur tekjur af auglýsingaskápum og af sölu landakorta, bæklinga og handbóka. Kostnaður við starfsemi félagsins hefur verið verulega umfram tekjur og leggja eigendur fram mismuninn.
Sala U á auglýsingaaðstöðu, svo og vörusala af því tagi sem að framan er greind, er innan skattskyldusviðs virðisaukaskattslaga og getur að áliti ríkisskattstjóra ekki fallið undir 13. tölul. 3. mgr. 2. gr., en það undanþáguákvæði er skýrt þannig að það taki aðeins til milligöngu um ferðaþjónustu. Framangreind starfsemi verður og að teljast í samkeppni við atvinnufyrirtæki, enda er sambærileg þjónusta veitt af þeim.
Hins vegar lítur ríkisskattstjóri svo á að fyrirtæki og stofnanir ríkis og sveitarfélaga séu ekki skráningarskyld vegna sölu sinnar á vöru og skattskyldri þjónustu nema tekjur af þeirri starfsemi séu alltaf eða nær alltaf hærri en kostnaður við aðföng sem keypt eru með virðisaukaskatti beinlínis til þess þáttar starfseminnar.
Samkvæmt þessu og með vísan til þeirra upplýsinga sem fram koma i erindi yðar um rekstrarafkomu félagsins virðist það, að svo stöddu, ekki skráningarskylt samkvæmt lögum um virðisaukaskatt.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.