Dagsetning Tilvísun
31. maí 1994 634/94
Virðisaukaskattur á heimanotaðar búsafurðir hjá bændum.
Vísað er til bréfa yðar dags. 02.03. 1994 og 06.04. 1994 þar sem óskað er úrskurðar embættisins á því hve háan virðisaukaskatt bændur eigi að reikna á heimanotaðar búsafurðir
Þrátt fyrir lokaorð l. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 554/l993, um virðisaukaskattsskylda sölu á vörum til manneldis o.fl., ber að áliti ríkisskattstjóra að reikna 14% virðisaukaskatt á allar búsafurðir sem bændur taka til heimanotkunar, hvort sem um mjólk eða kjöt er að ræða.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Vala Valtýsdóttir