Dagsetning                       Tilvísun
4. feb. 1991                             227/91

 

Virðisaukaskattur á notkunartengd gjöld orkuveitna.

Með bréfi yðar, dags. 21. desember 1989, er óskað álits ríkisskattstjóra á því hvernig fara skuli með virðisaukaskatt af tengingar- og stofngjöldum og öðrum notkunartengdum gjöldum orkuveitna, svo sem tengigjöldum, opnunargjöldum, aukaálestursgjöldum og mælaleigu.

Notkunartengd gjöld af því tagi sem greinir í erindinu eru hluti af skattverði (því verði sem virðisaukaskattur er reiknaður af), sbr. 7. gr. laga um virðisaukaskatt. Að áliti ríkisskattstjóra ber að miða við þá reglu að innheimts skuli virðisaukaskatt af notkunartengdum gjöldum, sem innifalin eru í orkuverði eða seljandi orku krefur kaupanda sérstaklega um, nema að því leyti sem orkusalan er undanþegin skattskyldri veltu skv. 11. tölul. l. mgr. 12. gr. virðisaukaskattslaga. Séu notkunartengd gjöld bæði vegna sölu með virðisaukaskatti og sölu sem undanþegin er skattskyldri veltu ber að telja þau til skattskyldrar veltu hlutfallslega.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.