Dagsetning                       Tilvísun
21. nóvember 1995                            705/95

 

Virðisaukaskattur af áfengi sem Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli kaupir.

Með vísan til símbréfs yðar, dags. 25. október 1995, óskið þér eftir afstöðu embættis ríkisskattstjóra til greiðslu virðisaukaskatts af kaupum Fríhafnarinnar á áfengi í eftirfarandi tilvikum:

“1. Fríhöfnin flytur beint inn áfengi sem tekið er t.d. í gegn um Keflavík og flutt beint til fríhafnar.
2. Fríhöfnin kaupir af innlendum framleiðendum.
3. Fríhöfnin kaupir af innlendum umboðsmönnum úr ótallafgreiddum sendingum og flytur vöruna í tollböndum til sín.
4. Fríhöfnin kaupir af innlendum umboðsmönnum úr tollafgreiddri sendingu.”

Í bréfi yðar segir ennfremur:

“ Þetta eru helstu tilvik um vörukaup til fríhafnarinnar að frátöldu því sem við töluðum um þegar afgreitt er út af frílager. Skv. vsklögum er sala til fríhafnarinnar vsk skyld en spurningin var hvort framkvæma mætti eitthvað af þessum tilvikum með einföldum hætti svo sem við höfum áður rætt.”

Til svars erindinu skal tekið fram að samkvæmt 48. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sbr. 14. gr. laga nr. 119/1989, um breyting á lögum um virðisaukaskatt, ber að innheimta virðisaukaskatt af sölu til tollfrjálsra verslana. Hvorki í lögum um virðisaukaskatt eða reglugerðum settum samkvæmt þeim er að finna heimild til undanþágu frá innheimtu virðisaukaskatts af sölu á vörum og þjónustu til tollfrjálsra verslana. Ber því að innheimta virðisaukaskatt af sölu á áfengi og annarri vöru til tollfrjálsra verslana, hvort sem þær flytja inn í eigin nafni eða kaupa af framleiðanda/umboðsmanni innanlands. Að sama skapi ber að innheimta virðisaukaskatt í tolli af vöru sem keypt er af innlendum umboðsmanni úr ótollafgreiddri sendingu sem flutt hefur verið í “tollböndum” til tollfrjálsrar verslunar.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Vala Valtýsdóttir

 

Afrit til: Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli.