Dagsetning Tilvísun
14. apríl 1990 40/90
Virðisaukaskattur af akstursgreiðslum.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 29. desember 1989, þar sem spurt er hvort greiða skuli virðisaukaskatt af aksturspeningum sem félagsmenn Starfsmannafélags ríkisstofnana fá greidda.
Til svars erindinu skal tekið fram að skylda til að innheimta og skila virðisaukaskatti hvílir á þeim sem hafa atvinnustarfsemi með höndum, þ.e. þeim sem í atvinnuskyni eða með sjálfstæðri starfsemi sinni selja eða afhenda vörur eða verðmæti eða inna af hendi virðisaukaskattsskylda vinnu eða þjónustu. Almennir launamenn eru ekki skattskyldir aðilar í þessu sambandi.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Ólafur Ólafsson.