Dagsetning                       Tilvísun
11. júní 1991                             283/91

 

Virðisaukaskattur af auglýsingaritum.

Með bréfi yðar, dags. 5. mars 1990, er óskað upplýsinga um hvernig fara skuli með virðisaukaskatt af bæklingum sem sambandið gefur út til kynningar á þjónustu íslenskra hótela og veitingastaða. Fram kemur að hótel og veitingahús greiða kostnað við ritin, auk þess sem seldar eru auglýsingar í þau.

Til svars erindinu skal tekið fram að samkvæmt almennum ákvæðum laganna ber prentsmiðjum að innheimta og skila virðisaukaskatti af allri seldri prentþjónustu til innlendra aðila. Að áliti ríkisskattstjóra er útgáfa þeirra rita sem hér um ræðir skráningarskyld starfsemi, enda þykir eðlilegast að líta svo á að greiðslur einstakra hótela og veitingahúsa fyrir umfjöllun um viðkomandi fyrirtæki séu greiðsla fyrir auglýsinga- eða kynningarþjónustu.

Samkvæmt framansögðu er það álit ríkisskattstjóra að sambandinu beri að innheimta útskatt af greiðslum einstakra fyrirtækja en geti talið virðisaukaskatt af prentkostnaði og öðrum beinum útgáfukostnaði til innskatts.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson