Dagsetning Tilvísun
14. jan. 1991 206/91
Virðisaukaskattur af bifreiðum.
Vísað er til bréfs yðar, móttekið 16. janúar 1990, þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra á meðferð virðisaukaskatts vegna nota einkabifreiðar við fiskflutninga.
Til svars erindinu skal tekið fram að samkvæmt 6. tölul. 3. mgr. 16. gr. laga um virðisaukaskatt, má hvorki telja virðisaukaskatt af öflun, rekstri né leigu fólksbifreiðar fyrir níu menn eða færri sem innskatt, jafnvel þótt bifreiðin sé eingöngu notuð vegna skattskyldrar starfsemi. Ríkisskattstjóri hefur enga heimild til að veita undanþágu frá þessari reglu.
Hjálagt sendist yður til fróðleiks ljósrit af bréfi ríkisskattstjóra, dags. 5. mars. sl., til bifreiðaumboða, en þar er m.a. að finna skilgreiningu hugtakanna sendiferðabifreið og fólksbifreið.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.