Dagsetning                       Tilvísun
22. júlí 1991                             303/91

 

Virðisaukaskattur af fjáröflunarblaði.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 19. mars 1990, varðandi virðisaukaskatt af fjáröflunarblaði byggingarverkfræðinema, en í bréfinu er spurt: (a) Hvort innheimta beri virðisaukaskatt af auglýsingum og styrktarlínum í blaðið og (b) hvernig haga skuli tekjuskráningu vegna blaðsins.

Ríkisskattstjóri hefur nú gefið út leiðbeiningar um virðisaukaskatt af útgáfustarfsemi og fylgja þær hjálagðar.

Eins og fram kemur í leiðbeiningunum (kafli 2.3, b-liður) lítur ríkisskattstjóri svo á að útgáfa félagasamtaka á auglýsingablöðum sem þau gefa út í fjáröflunarskyni sé skráningarskyld starfsemi, enda séu tekjur hærri en kostnaður við útgáfu og tekjur nemi a.m.k. 172.300 kr. á ári (miðað við byggingarvísitölu l. janúar 1991).

Ef um er að ræða virðisaukaskattsskylda starfsemi samkvæmt framansögðu ber yður að fylgja ákvæðum laga 50/1988 og viðeigandi reglugerða um bókhald og tekjuskráningu.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.