Dagsetning                       Tilvísun
28. sept. 1994                            644/94

 

Virðisaukaskattur af liðveislu við fatlaðan einstakling, sbr. 25. gr. laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðra.

Vísað er til bréfs yðar dags 12. sept. s.l. þar sem spurst er fyrir um, hvort leggja beri virðisaukaskatt á liðveislu við fatlaðan einstakling.

Í 25. gr. laga nr. 59/1992, um málefni fatlaðra segir: “ Í sérstökum tilvikum skal veita fötluðum einstaklingum frekari liðveislu sem felur í sér margháttaða aðstoð við ýmsar athafnir daglegs lífs, enda sé hún nauðsynleg til að koma í veg fyrir dvöl á stofnun. Svæðisskrifstofur taka ákvörðun um frekari liðveislu samkvæmt heimildum fjárlaga hverju sinni að fenginni umsögn svæðisráða.“

Samkvæmt 2. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, er félagsleg þjónusta undanþegin virðisaukaskatti. Þar sem þjónusta sú er um ræðir í samningi þeim er bréfinu fylgdi, fellur undir lög um málefni fatlaðra telst hún undanþegin virðisaukaskatti.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Vala Valtýsdóttir