Dagsetning Tilvísun
6. des. 1990 176/90
Virðisaukaskattur af ljósmyndaþjónustu Þjóðminjasafns.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 17. ágúst sl., þar sem óskað er upplýsinga um virðisaukaskatt.
Í bréfinu kemur fram að þann 1. nóvember hefur ljósmyndari störf við safnið og frá þeim tíma verði ljósmyndir ekki lánaðar til eftirtöku úr safninu og fólki bannað að taka ljósmyndir af gripum safnsins, en geti keypt þá þjónustu af safninu. Jafnframt kemur fram að starfsemi þessi muni aðeins fara fram innan safnsins og að ljósmyndastofur utan safnsins muni ekki stunda sömu starfsemi, enda fái þær hvorki myndir né muni lánaða út af safninu.
Samkvæmt 4. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, er starfsemi safna, m.a. Þjóðminjasafns, undanþegin virðisaukaskatti. Aðeins starfsemi sem getur talist nauðsynlegur þáttur i starfsemi safns er undanþegin virðisaukaskatti samkvæmt nefndu ákvæði. Sala ljósmyndaþjónustu til aðila utan safnsins getur ekki talist. nauðsynlegur þáttur í starfsemi Þjóðminjasafns og er því virðisaukaskattskyld starfsemi. Starf ljósmyndara vegna safnsins sjálfs virðist vera í samkeppni við atvinnufyrirtæki og því skattskyld, sbr. 2. gr. reglug. nr. 562/1989. Um útreikning virðisaukaskatts af eigin þjónustu og úttekt til eigin nota vísast að öðru leyti til nefndrar reglugerðar.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Ólafur Ólafsson.