Dagsetning                       Tilvísun
4. feb. 1991                            240/91

 

Virðisaukaskattur af lögfræðiþjónustu banka.

Með bréfi yðar, dags. 11. desember 1989, er leitað eftir afstöðu ríkisskattstjóra til þess hvernig æskilegt sé að haga greiðslu virðisaukaskatts af lögfræðilegri innheimtu sem bankinn hefur með höndum fyrir aðra ríkisstofnun.

Hjálagt fylgja bréf ríkisskattstjóra, dags. 17. janúar 1990 og 7. maí 1990. Þar koma fram helstu atriði um virðisaukaskatt af lögfræðiþjónustu. Hafa má meginatriði þess er fram kemur í þessum bréfum til hliðsjónar vegna útseldrar lögfræðiþjónustu opinbers aðila, en telja verður opinbera stofnun skattskylda vegna slíkrar starfsemi, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga um virðisaukaskatt. Ef þér hafið frekari fyrirspurnir fram að færa í þessu sambandi mun ríkisskattstjóri leitast við að liðsinna yður.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.