Dagsetning Tilvísun
22. júní 1992 417/92
Virðisaukaskattur af lögfræðiþjónustu við erlenda aðila.
Með bréfi yðar, dags. 7. maí sl., er beint fyrirspurn til ríkisskattstjóra varðandi virðisaukaskatt af þjónustu við erlenda aðila. Meðal annars er spurt:
a) Hvaða gögn íslenskur þjónustusali þurfi að hafa undir höndum til sönnunar því að veitt þjónusta sé undanþegin virðisaukaskatti?
Svar: Að svo miklu leyti sem hægt er að selja erlendum aðila þjónustu án innheimtu útskatts, sbr. b-lið hér á eftir, er nauðsynlegt skilyrði fyrir undanþágunni að seljandi hafi í bókhaldsgögnum sínum vottorð frá bæru yfirvaldi í heimalandi kaupanda þar sem fram kemur hvers konar atvinnurekstur hann hefur með höndum. Vottorð þetta gildir í eitt ár frá útgáfudegi. Með bæru yfirvaldi er átt við stofnun í heimalandi kaupanda sem getur vottað um starfsemi og skattskyldu viðkomandi, t.d. skattyfirvald eða frumaskrá. Ljósrit vottorðs frá bæru yfirvaldi er talið fullnægjandi.
b) Hvaða greinarmunur er gerður á sölu þjónustu til erlendra aðila eftir tegund vinnu, t.d. hvort sama regla gildi annars vegar um vinnu við kaup á fasteign og hins vegar við kaup á hlutafélagi sem á fasteign?
Svar: Meginregla virðisaukaskattslaga er að innheimta skal virðisaukaskatt af þjónustu sem veitt er hér á landi, einnig þótt kaupandi þjónustunnar sé ekki heimilisfastur hér á landi. Heimild til að halda sölu þjónustu utan skattskyldrar veltu, sbr. 1. gr. reglugerðar nr. 194/1990, er undantekning frá þeirri meginreglu. Undanþáguákvæði l. gr. reglugerðarinnar tekur aðeins til þeirrar þjónustu sem talin er upp í 2. gr. hennar. Í 3. gr. reglugerðarinnar eru síðan greind sérstök fávik frá upptalningu 2. gr. Samkvæmt l. tölul. 3. gr. taka ákvæði 2. gr. ekki til þjónustu er varðar fasteignir hér á landi. Því má ekki telja lögfræðiþjónustu fyrir erlendan aðila til undanþeginnar veltu ef þjónustan varðar fasteign hér á landi, t.d. ef um er að ræða kaup á fasteign. Ákvæði 1. tölul. 3. gr. á ekki við ef lögfræðiþjónustan varðar kaup á íslensku hlutafélagi, en það athugist að í því tilviki gæti undanþága ekki byggst á a-lið 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkiskattstjóra
Ólafur Ólafsson.