Dagsetning                       Tilvísun
23. mars 1993                            463/93

 

Virðisaukaskattur af n kvikmyndum

Með bréfi yðar dags 8. febrúar 1993, er leitað álits ríkisskattstjóra á því hvort að N kvikmyndahátíðin sé undanþegin virðisaukaskatti.

Það skal tekið fram að skv. meginreglu 2. mgr. 2. gr. 1. 50/l988 virðisaukaskattslaga nær skattskyldan til allrar vinnu og þjónustu, hverju nafni sem nefnist. Í 3. mgr. 2. gr. er fjallað um ýmsar undantekningar frá 2. mgr. 2. gr. Skv 4. tl. 3. mgr. 2. gr. er ýmis starfsemi undanþegin virðisaukaskatti, þ.m.t. aðgangseyrir að íslenskum kvikmyndum. Ekki verður talið að hægt sé samkvæmt þessu ákvæði né öðrum ákvæðum virðisaukaskattslaga að undanþiggja erlendar kvikmyndir virðisaukaskattsskyldu.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Vala Valtýsdóttir.