Dagsetning Tilvísun
21. jan. 1991 214/91
Virðisaukaskattur af notkun rafmagnsnuddtækis.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 7. .janúar 1990, til skattstjórans í Reykjavík sem framsendi það ríkisskattstjóra til afgreiðslu. Í bréfinu er óskað upplýsinga um meðferð virðisaukaskatts vegna notkunar á Trimform meðferðartæki sem sagt er vera rafmagnsnuddtæki við vöðvabólgu, bakverk o.fl.
Til svars erindinu skal tekið fram að nuddþjónusta er skattskyld til virðisaukaskatts samkvæmt meginreglu 2. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt, en þar segir að skattskyldan nái til allrar vinnu og þjónustu, hverju nafni sem hún nefnist, sem ekki er sérstaklega undanþegin. Ekki skiptir máli þótt nuddþjónusta sé veitt í tengslum við starfsemi heilsuræktarstofu. Þjónusta löggiltra sjúkranuddara er þó undanþegin virðisaukaskatti ef fyrir liggur tilvísun frá lækni og/eða hluti þjónustunnar er greiddur af Tryggingarstofnun ríkisins.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.
Hjál.. Bréf RSK 52/90.