Dagsetning                       Tilvísun
4. júní 1993                            481/93

 

Virðisaukaskattur af ökuprófum.

Vísað er til bréfs yðar dags. 3. maí 1993, þar sem leitað er álits ríkisskattstjóra á því hvort lausráðnir einstaklingar er Umferðarráð hefur ráðið til þess að sjá um ökupróf fyrir sig á landsbyggðinni séu skyldugir til þess að skila virðisaukaskatti.

Til svars erindinu skal tekið fram að rekstur skóla og menntastofnana, svo og ökukennsla, flugkennsla og danskennsla er undanþegin virðisaukaskatti, sbr. 3. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt.

Það er ljóst að slík ökupróf eru nauðsynlegur liður í ökukennsluferlinum og er það álit ríkisskattstjóra að þeir lausráðnu einstaklingar er annast ökupróf á landsbyggðinni þurfi ekki að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu sinni.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Grétar Jónasson