Dagsetning Tilvísun
22. feb. 1991 253/91
Virðisaukaskattur af olíu til hitunar sumarbústaðs.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 29. janúar sl., þar sem óskað er eftir undanþágu frá virðisaukaskatti vegna olíukaupa til keyrslu rafstöðvar til upphitunar á sumarbústað. Í bréfinu er greint frá því að upphitun í bústaðnum sé frá olíukyntri rafstöð sem einnig er notuð til framleiðslu raforku vegna ljósa.
Til svars erindinu skal tekið fram að olíufélögum er því aðeins heimilt að selja olíu án innheimtu virðisaukaskatts ef það afgreiðir hana á tank við íbúðarhús eða annan þann stað sem starfsmönnum þess er kunnugt um að sé eingöngu ætlaður fyrir olíu til hitunar húsa eða laugarvatns. Ekki er heimilt að selja olíu án innheimtu virðisaukaskatts ef hún er einnig ætluð til annarra nota en hitunar húsa og laugarvatns.
Samkvæmt framansögðu er ríkisskattstjóra ekki fært að verða við erindi yðar.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.