Dagsetning Tilvísun
29.jan. 1990 9/90
Virðisaukaskattur af öryggisgæslu o.fl.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 30. október sl., þar sem spurt er hvort skila skuli virðisaukaskatti af;
a) vinnu öryggisvarða við gæslu og eftirlit í fyrirtækjum og stofnunum, sem jafna megi við húsvörslu, og
b) þjónustugjöldum vegna hjálparkalltækja fyrir sjúklinga og eldra fólk.
Til svars erindinu skal eftirfarandi tekið fram:
Ekkert undanþáguákvæði virðisaukaskattslaga tekur til húsvörslu. Vinna öryggisvarða, veitt í atvinnuskyni, við gæslu og eftirlit í fyrirtækjum og stofnunum er skattskyld til virðisaukaskatts, sbr. meginreglu laganna um skattskyldu þjónustu sem fram kemur í 2. mgr. 2. gr.
Jafnframt verður að telja þjónustugjöld af hjálparkalltækjum fyrir sjúklinga og ellilífeyrisþega virðisaukaskattsskyld.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Ólafur Ólafsson.