Dagsetning                       Tilvísun
27. apríl 1994                            625/94

 

Virðisaukaskattur af skaðabótum.

Vísað er til bréfs yðar, dags 10. desember 1992 þar sem álit ríkisskattstjóra er leitað á því hvort að skaðabætur séu virðisaukaskattsskyldar.

Í bréfi yðar kemur fram að umbjóðandi yðar hafi slitið samningi sínum við ákveðið fyrirtæki og fallist á greiðslu skaðabóta vegna slita á samningnum. Skaðabæturnar sundurliðast í skaðabætur vegna mannorðshnekkis og 15% af töpuðum ágóða af samningsupphæðinni.

Ríkisskattstjóri lítur svo á að slík skaðabótagreiðsla er hér að framan greinir teljist ekki til skattskyldrar veltu nema hún sé greiðsla eða hluti greiðslu fyrir skattskylda afhendingu en svo virðist ekki vera.

Beðist er velvirðingar á þeirri töf er orðið hefur á því að svara fyrirspurn yðar.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Vala Valtýsdóttir