Dagsetning                       Tilvísun
25. janúar 1994                            611/94

 

Virðisaukaskattur af sölu matar.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 18. janúar 1994, þar sem óskað er upplýsinga um hvort leggja eigi 14% eða 24,5% virðisaukaskatt á sölu fyrirtækisins á mat. Í bréfi yðar kemur fram að fyrirtækið selur mat, í hitabökkum, til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga auk þess sem fyrirtækið rekur veisluþjónustu.

Til svars bréfi yðar skal tekið fram að skv. 3. gr. reglugerðar nr. 554/1993, um virðisaukaskattskylda sölu á vörum til manneldis o.fl., skulu veitingastaðir, mötuneyti og hliðstæðir aðilar sem selja tilreiddan mat innheimta 24,5% virðisaukaskatt af sölu sinni á vörum og þjónustu. Til þessara veitingastaða teljast veitingahús, skemmtistaðir, veitingastofur – þ.m.t. greiðasölur og mötuneyti önnur en skólamötuneyti -, veisluþjónustur (veitingaverslanir) og tækifærisveitingar í einkasölum, félagsheimilum og á útisamkomum. Smásöluverslanir, sem ekki þurfa veitingaleyfi fyrir rekstur sinn skv. lögum nr. 67/1985, um veitinga og gististarfsemi, teljast ekki til veitingastaða, mötuneyta eða hliðstæðra aðila í skilningi 3. gr. reglugerðar nr. 554/1993.

Þannig veltur það á því, hvort viðkomandi þarf veitingaleyfi fyrir rekstur sinn skv. fögum nr. 67/1985, en ekki á því hvort viðkomandi hefur veitingaleyfi, hvort sala á vörum og þjónustu ber 14% eða 24,5% virðisaukaskatt.

Samkvæmt lýsingu á rekstri fyrirtækis yðar, fellur rekstur þess undir reglugerð nr. 288/1987, um veitinga og gististaði, sem sett er með stoð í. lögum nr. 67/1985, og telst því til reksturs sem þarf veitingaleyfi. Af þeirri ástæðu telur ríkisskattstjóri að sala fyrirtækisins á vörum og þjónustu skuli bera 24,5% virðisaukaskatt.

Rétt er að benda yður á að skv. 4. gr. reglugerðar nr. 554/1993 skal endurgreiða rekstraraðilum veitingastaða, sem flokkast undir reglur 3. gr. sömu reglugerð ar, fjárhæð er nemur 93,75% af innskatti hvers tímabils vegna matvælaaðfanga sem bera 14% virðisaukaskatt

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Vala Valtýsdóttir