Dagsetning                       Tilvísun
24. ágúst 1993                            523/93

 

Virðisaukaskattur af sölu til frílagera

Vísað er til bréfs yðar, dags. 9. mars 1990, þar sem óskað er eftir áliti ríkisskattstjóra á því, hvort innlendum aðilum, sem selja matarhráefni til F á K beri að leggja virðisaukaskatt á sölu sína.

Til svars bréfi yðar skal tekið fram, að við sölu til tollfrjálsra verslana ber að innheimta virðisaukaskatt af þeirri sölu, sbr. 48. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sbr. 14. gr. laga nr. 119/1989, um breytingu á lögum nr. 50/1988. Aftur á móti ber ekki að innheimta virðisaukaskatt þegar selt er til tollfrjálsra forðageymsla, þ.e. þegar selt er á frílager flug- og skipafélaga, sbr. 5. tl. 1. mgr. 12. gr. virðisaukaskattslaga.

Beðist er velvirðingar á þeirri töf sem orðið hefur á afgreiðslu þessarar fyrirspurnar.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Bjarnfreður Ólafsson