Dagsetning Tilvísun
6. sept. 1991 325/91
Virðisaukaskattur af starfsemi mötuneytis.
Með bréfi yðar, dags. 20. febrúar sl., er óskað eftir áliti ríkisskattstjóra á meðferð virðisaukaskatts af starfsemi skólamötuneytis sem jafnframt selur fæði út fyrir skólann, svo sem til iðnaðarmanna sem vinna við viðhald í skólanum og til ýmissa hópa sem sækja staðinn heim.
Til svars erindinu vísast til leiðbeininga ríkisskattstjóra frá 21. maí 1991, um virðisaukaskatt af starfsemi mötuneyta. Þar kemur m.a. fram að fæðissala mötuneyta í skólum til annarra en nemenda er skattskyld, enda sé skattskyld sala vöru og þjónustu meiri en 172.300 kr. á ári (miðað við byggingarvísitölu l. janúar 1991). Uppgjör virðisaukaskatts getur farið eftir þeim verklagsreglum sem nefndar eru í kafla 4.0 í leiðbeiningunum.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.
Hjál.: Leiðbeiningar um virðisaukaskatt af starfsemi mötuneyta.