Dagsetning                       Tilvísun
31. janúar 1992                            375/92

 

Virðisaukaskattur af starfsemi ungmennafélaga.

Í bréfi yðar, dags. 2. júlí 1990, kemur fram sú skoðun U að æskilegt væri að ríkisskattstjóri gæfi út sérstakar leiðbeiningar um virðisaukaskatt af starfsemi ungmennafélaga.

Embætti ríkisskattstjóra hefur vegna anna við önnur verkefni ekki haft tök á því að gefa út leiðbeiningar um meðferð virðisaukaskatts sem sérstaklega eru sniðnar að þörfum almennra félagasamtaka. Slík útgáfa verður þó til athugunar síðar á þessu ári.

Hjálagt sendast yður þrjú bréf ríkisskattstjóra sem væntanlega geta orðið til nokkurra leiðbeininga og skýringa umfram almenn leiðbeiningarit embættisins.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Jón Guðmundsson.