Dagsetning                       Tilvísun
1. desember 1994                            655/94

 

Virðisaukaskattur af sumarbúðastarfsemi

Vísað er til bréfs ríkisskattstjóra, dags. 27. desember 1993, þar sem svarað er fyrirspurn um virðisaukaskattsskyldu á sumarbúðastarfsemi frá og með 1. janúar 1994.

Í fyrrgreindu svarbréfi er sumarbúðastarfsemi talin flokkast undir skattskylda gistiþjónustu í 8. tölul. 3. mgr. 2. gr., sbr. 2. tl. 2. mgr. 14. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum. Við nánari athugun þykir rétt að flokka starfsemi sumarbúða o.þ.h. fyrir börn og unglinga undir ákvæði 2. tölul. 3. mgr. 2. gr. laganna, og því undanþegna virðisaukaskattsskyldu. Öll fæðissala í atvinnuskyni er hins vegar skattskyld.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Bjarnfreður Ólafsson