Dagsetning Tilvísun
07.feb. 1990 15/90
Virðisaukaskattur af þjónustu dýralækna.
Vísað er til bréfs yðar, dags. 21. desember sl., varðandi virðisaukaskatt af þjónustu dýralækna.
Þjónusta sjálfstætt starfandi dýralækna er skattskyld til virðisaukaskatts, sbr. meginreglu 2. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, og getur að mati ríkisskattstjóra ekki talist falla undir undanþáguákvæði l. tölul. 3. mgr. sömu greinar (eiginleg heilbrigðisþjónusta).
Samkvæmt framansögðu ber meðal annars að greiða virðisaukaskatt af þóknun fyrir eftirlit á búum, sláturhúsum og mjólkurstöðvum, enda sé ekki um að ræða launþegasamband viðkomandi.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Ólafur Ólafsson.