Dagsetning Tilvísun
11. maí 1992 408/92
Virðisaukaskattur af þjónustu við ICAO.
Með bréfi yðar, dags. 4. febrúar 1991, er farið fram á staðfestingu ríkisskattstjóra á því að sala vöru og þjónustu til A, I, sé undanþegin skattskyldri veltu til virðisaukaskatts.
Ríkisskattstjóri fær ekki séð að neitt undanþáguákvæði laga um virðisaukaskatt eða reglugerða samkvæmt lögunum gildi um þessi viðskipti. Póst- og símamálastofnunin veitir þjónustu sína hér á landi og hún er að áliti ríkisskattstjóra notuð hérlendis. Kaupandi þjónustunnar væri ekki skráningarskyldur samkvæmt lögum um virðisaukaskatt ef hann væri heimilisfastur á Íslandi. Þegar af þessum ástæðum gæti undanþága ekki byggst á reglugerð nr.194/1990, um virðisaukaskatt af þjónustu fyrir erlenda aðila o.fl.
Samkvæmt framansögðu, svo og með vísan til bréfs fjármálaráðuneytisins, dags. 11. október 1991, til Flugmálastjórnar, lítur ríkisskattstjóri svo á að telja beri umrædd viðskipti til skattskyldar veltu yðar.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Ólafur Ólafsson.
Hjálagt: Bréf fjármálaráðuneytisins, dags. 11. október 1991.