Dagsetning Tilvísun
2. des. 1992 432/92
Virðisaukaskattur af þóknun fasteignasala
Vísað er til bréfs yðar, dags. 16. maí 1991, þar sem óskað er eftir áliti ríkiskattstjóra á því hvort draga megi virðisaukaskatt af þóknun fasteignasala vegna sölu fasteignar frá sem innskatt í eftirtöldum tilvikum:
1) sölu atvinnuhúsnæðis í skattskyldum rekstri
2) sölu atvinnuhúsnæðis sem skráð er frjálsri skráningu
3) sölu atvinnuhúsnæðis sem fengið hefur sérstaka skráningu.
Svar: Samkvæmt l.mgr. l.gr. reglugerðar nr. 81/1991, um innskatt, getur skráður aðili talið til innskatts virðisaukaskatt sem fellur á kaup hans á skattskyldum vörum og þjónustu til nota í rekstrinum. Að áliti ríkisskattstjóra getur skattaðili sem selur atvinnuhúsnæði fengið innskatt af þóknun fasteignasala enda varði húsnæðið skattskyldan rekstur hans. Aðili sem skráður er frjálsri skráningu má aðeins telja til innskatts þann virðisaukaskatt sem fellur til eftir skráninguna, sbr. 7.gr. reglugerðar nr. 577/l989, um frjálsa og sérstaka skráningu. Ríkisskattstjóri telur það ekki þátt í útleigu fasteignar, sem frjáls skráning tekur til, að selja tiltekna fasteign, enda ætti frjálsri skráningu að vera. lokið ef um sölu húsnæðisins er að ræða. Varðandi fasteign sem fengið hefur sérstaka skráningu þá er heimill innskattsfrádráttur sbr. 2. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 577/1989. Sala atvinnuhúsnæðis sem fengið hefur sérstaka skráningu er, að áliti ríkisskattstjóra, liður í því að byggja og selja fasteignina og má því telja vsk. af þóknun fasteignasala til innskatts hjá byggingaraðila.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra,
Vala Valtýsdóttir.