Dagsetning                       Tilvísun
24. september 1993                            542/93

 

Virðisaukaskattur af útflutningi á vörum

Vísað er til bréfs yðar, dags. 15. janúar 1990, varðandi innheimtu virðisaukaskatts af sölu til frílagera.

Í bréfi yðar er spurt hvort innheimta eigi virðisaukaskatt af sölu til svokallaðra frílagera, sbr. 5. tl.12. gr. laga nr. 50/l988, um virðisaukaskatt. Og ef félaginu ber ekki að innheimta virðisaukaskatt til slíkra aðila, hvaða gagna þarf S þá að krefjast af þeim, svo það geti selt þeim vörur án virðisaukaskatts.

Til svars bréfi yðar er vísað til meðfylgjandi bréfs varðandi virðisaukaskatt af útflutningi á vörum.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Bjarnfreður Ólafsson.