Dagsetning Tilvísun
24. september 1993 544/93
Virðisaukaskattur af útflutningi á vörum
Vísað er til bréfs yðar, dags. 31. janúar 1990, varðandi innheimtu virðisaukaskatts af sölu um borð í millilandaför.
Í bréfi yðar kemur fram, að þér hafið með höndum sölu á vörum um borð í millilandaför. Jafnframt kemur fram að þér seljið eftirtöldum aðilum vörur án virðisaukaskatts: F vegna X á K, S vegna tollfrjálsrar forðageymslu og E vegna frílagers.
Meðfylgjandi er bréf ríkisskattstjóra varðandi virðisaukaskatt af útflutningi á vörum.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Bjarnfreður Ólafsson