Dagsetning                       Tilvísun
24. september 1993                            545/93

 

Virðisaukaskattur af útflutningi á vörum

Vísað er til bréfs yðar, dags. l. febrúar 1990, varðandi útflutning á vöru.

Í bréfi yðar er spurt hvort sala á harðfiski til útlanda sé virðisaukaskattsskyld ef

1)   Selt er í póstkröfu.

2)   Viðskiptavinur, sem búsettur er erlendis, greiðir fyrirfram, þ.e. um leið og pöntun er gerð.

3)   Viðskiptavinur, sem búsettur er hérlendis, staðgreiðir vöruna og óskar eftir því að verslunin sendi hana til útlanda. Skiptir máli hvort um sé að ræða gjöf til viðkomandi eða hvort viðskiptavinur sé umbjóðandi aðila búsettum erlendis.

Þá er einnig spurt hvaða gögn þurfi að liggja fyrir til að sala á útfluttum vörum verði ekki virðisaukaskattsskyld.

Til svars bréfi yðar er vísað til meðfylgjandi bréfs ríkisskattstjóra varðandi virðisaukaskatt af útflutningi á vörum.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Bjarnfreður Ólafsson