Dagsetning                       Tilvísun
30. september 1992                            428/92

 

Virðisaukaskattur af útleigu geymslurýmis.

Með bréfi, dags. 23. júní sl., er óskað álits ríkiskattstjóra á því hvort innheimta beri virðisaukaskatt af útleiga geymslusvæðis sem leigt er út til fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga til geymslu á ýmsum hlutum. Svæðinu er skipt niður fyrirfram og leigir hver aðili ákveðin hólf. Aðgangur leigutaka er takmarkaður þar sem allir flutningar innan svæðisins fara fram undir eftirliti starfsmanns leigusala.

Að áliti ríkiskattstjóra er hér um að ræða geymslu á vörum, sem er virðisaukaskattsskyld þjónusta. Starfsemin verður ekki talin fasteignaleiga, enda virðast viðskiptamenn fyrirtækisins ekki hafa nein umráð yfir viðkomandi húsnæði sem jafnað verður við réttindi leigjanda fasteignar.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkiskattstjóra

Vala Valtýsdóttir.