Dagsetning                       Tilvísun
20. des. 1990                             182/90

 

Virðisaukaskattur af útleigu öryggishvelfingar.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 14. september 1990, þar sem óskað er álits ríkisskattstjóra á því hvort innheimta skuli virðisaukaskatt af tilteknum þætti í starfsemi fyrirtækisins.

Starfseminni er lýst svo:

„Fyrirtæki eða einstaklingar eiga þess kost að leigja ákveðinn fermetrafjölda í öryggishvelfingu til geymslu skjala eða annars varnings. Aðeins er um geymslupláss að ræða þar sem ekki er hægt eða ætlast til þess að unnið sé með geymsluvarninginn. Engin aðstaða er látin í té við leigu svo sem kassar eða hillur. Verðgrundvöllur leigunnar er því aðeins X-krónur pr. fermeter.“

Að áliti ríkisskattstjóra er hér um að ræða geymslu á vörum, sem er virðisaukaskattsskyld þjónusta. Starfsemin verður ekki talin fasteignaleiga, enda virðast viðskiptamenn yðar ekki hafa nein umráð yfir viðkomandi húsnæði sem jafnað verður við réttindi leigjanda fasteignar.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.