Dagsetning                       Tilvísun
14. apríl 1990                              43/90

 

Virðisaukaskattur af vátryggingarstarfsemi.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 14. des. 1989, þar sem spurt er hvort kostnaður við brunamatsvirðingar og tjónavirðingar falli undir undanþágu 9. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988 (vátryggingarstarfsemi). Jafnframt er spurt hvort brunavarnagjald samkvæmt lögum nr. 74/1982 sé virðisaukaskattsskylt.

Til svars erindinu sendist yður hér með minnisblað, dags. 17. jan. 1990, um virðisaukaskatt og vátryggingar. Þar kemur m.a. fram að mat og virðing á tjóni fellur undir áðurnefnt undanþáguákvæði. Brunavarnagjald samkvæmt lögum nr. 74/1982, sem tryggingafélög innheimta með iðgjöldum sínum fyrir Brunamálastofnun ríkisins, taldist hluti af gjaldstofni söluskatts, en fellur nú undir undanþáguákvæði 9. tölul. 3. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.