Dagsetning Tilvísun
6. des. 1990 177/90
Virðisaukaskattur af viðskiptum varnarliðsins við innlenda aðila.
Að gefnu tilefni tekur ríkisskattstjóri fram að sala til varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli telst sala úr landi í skilningi l. tölul. 1. mgr. 12. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með áorðnum breytingum, sbr. 48. gr. laganna. Með heimild í 1. mgr. 18. gr. reglugerðar nr. 501/1989, um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila, hefur ríkisskattstjóri ákveðið að til grundvallar í bókhaldi innlends seljanda skuli liggja pöntun frá innkaupaskrifstofu varnarliðsins eða áritun tollvarða á afrit sölureiknings um að vara hafi verið flutt inn á varnarsvæði.
Hins vegar ber skráðum aðilum ætíð að innheimta virðisaukaskatt af sölu til einstakra varnarliðsmanna og aðila sem vinna í þágu varnarliðsins.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Ólafur Ólafsson.