Dagsetning                       Tilvísun
6. júlí 1990                            109/90

 

Virðisaukaskattur – auglýsingar.

Vísað er til erindis yðar, dags. 6. júní sl., varðandi virðisaukaskatt af auglýsingaviðskiptum G . fyrir hönd A við D.

Fjármálaráðuneytið hefur í bréfi dags. 29. maí sl. gert sendiráðinu grein fyrir þeim skilyrðum sem uppfylla þarf til þess að auglýsingabirting í íslenskum fjölmiðli fyrir erlendan auglýsanda sé undanþegin virðisaukaskatti, sbr. reglugerð nr. 194/1990.

Ekki kemur fram í erindi yðar hvers konar starfsemi A hefur með höndum. Verður því að svara erindinu með því að gera með almennum hætti grein fyrir þeim reglum sem gilda hér á landi um virðisaukaskatt af kennslu- og menntastarfsemi.

Eins og fram kemur í bréfi ráðuneytisins er rekstur skóla og menntastofnana undanþegin virðisaukaskatti samkvæmt lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Skattyfirvöld túlka undanþáguákvæðið þannig að það taki til allrar venjulegrar skóla- og háskólakennslu, faglegar menntunar, endurmenntunar, og annarrar kennslu- og menntastarfsemi. Við mat á því hvort nám teljist skattfrjálst er höfð hliðsjón af því hvort boðið er upp á það í hinu almenna skólakerfi eða ekki. Hafi námsgreinin unnið sér fastan sess í hinu almenna skólakerfi ber að lita svo á að skóla- eða námskeiðsgjöld séu skattfrjáls.

Hins vegar eru tómstundanámskeið talin skattskyld stafsemi samkvæmt lögunum.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.