Dagsetning                     Tilvísun
14. apríl 1990                            41/90

 

Virðisaukaskattur – auglýsingar á strætisvögnum.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 20. des. sl., um virðisaukaskatt af gjaldtöku vegna auglýsinga á strætisvögnum. Bent er á að gjaldinu sé m.a. ætlað að mæta kostnaði sem stafa af auglýsingunum, svo sem viðgerðum vegna lakkskemmda á vögnunum. Við þær sé gert á bifreiðaverkstæði og greiðist þá skattur af þeirri vinnu.

Til svars erindinu skal tekið fram að hvers konar auglýsingaþjónusta í atvinnuskyni er virðisaukaskattsskyld, sbr. meginreglu 2. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1988, þar á meðal birting auglýsinga á strætisvögnum. Telja má til innskatts þann virðisaukaskatt sem fyrirtækið greiðir vegna viðgerða á lakkskemmdum sem beinlínis stafa af álímdum auglýsingum.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.