Dagsetning                       Tilvísun
6. sept. 1991                             330/91

 

Virðisaukaskattur – Björgun skipa.

Vísað er til bréfs yðar, dags. 18. júní sl., þar sem spurt er hvort björgun skips (D) af sjávarbotni sé virðisaukaskattsskyld starfsemi.

Skattskylda samkvæmt lögum um virðisaukaskatt nær til allrar vinnu og þjónustu, hverju nafni sem nefnist, nema starfsemin sé sérstaklega undanþegin. Að áliti ríkisskattstjóra tekur ekkert undanþáguákvæði 3. mgr. 2. gr. laganna til björgunarþjónustu eða björgunarvinnu við skip.

Björgunarþjónusta sem veitt er millilandaförum (F) er undanþegin skattskyldri veltu (ber „núllskatt“), sbr. 5. tölul. l. mgr. 12. gr. virðisaukaskattslaga. Önnur undanþáguákvæði þeirrar greinar eða undanþáguákvæði reglugerðar nr. 194/1990 eiga að áliti ríkisskattstjóra ekki við björgun skipa.

Samkvæmt framansögðu ber þeim sem í atvinnuskyni selur björgunarþjónustu við skip, önnur en millilandaför, að innheimta og skila 24,5% virðisaukaskatti af þóknun sinni.

 

Virðingarfyllst,

f .h. ríkisskattstjóra,

Ólafur Ólafsson.