Dagsetning                       Tilvísun
19. okt. 1990                             152/90

 

Virðisaukaskattur – bygging og rekstur jarðganga.

Vísað er til erindis yðar, dags. 14. maí sl., þar sem fram kemur að félagið kanni ásamt bæjarstjóra Akraness og Semementsverksmiðju ríkisins möguleika á byggingu og rekstri jarðganga undir H, þar sem veggjald yrði tekið af umferð. Óskað er álits ríkisskattstjóra á virðisaukaskattsskyldu í þessu sambandi.

Athuganir áðurnefndra aðila munu byggjast á lögum nr. 45/1990, um vegtengingu við utanverðan H. Lögin heimila ríkisstjórninni að leita eftir samningum við hlutafélag, sem stofnað yrði í því skyni, um að annast að nokkru eða öllu leyti undirbúning, fjármögnun og framkvæmdir við vegtengingu um utanverðan H, svo og rekstur um tiltekinn tíma, gegn gjaldi af umferð. Vegtengingin skal – með þeim undantekningum sem felast í lögunum – teljast til þjóðvega samkvæmt ákvæðum vegalaga. Vegagerð ríkisins skal hafa eftirlit með gerð og rekstri mannvirkjanna og getur gefið veghaldara, þ.e. hlutafslaginu, fyrirmæli um úrbætur telji hún hann vanrækja þessa þætti.

Vegagerð ríkisins er samkvæmt vegalögum veghaldari allra opinberra vega, þ.e. sá aðili sem annast vegagerð og viðhald vegar. Í lögum nr. 40/1990 felst það frávik frá vegalögum að veghald tiltekins þjóðvegar getur verið í höndum hlutafélags um tiltekinn tíma. Þá er félaginu heimilað að krefjast gjalds af vegfarendum fyrir notkun vegarins. –

Ráð virðist vera fyrir því gert að vegtengingin teljist eign hlutafélagsins meðan á gjaldtökutíma stendur, en verði þá eign ríkisins. Kemur þetta fram bæði í skýrslu starfshóps sem frumvarp til laganna er byggt á og í umræðum á Alþingi.

Meginregla laga um virðisaukaskatt er sú að skattskylda samkvæmt lögunum nær til allrar vinnu og þjónustu, hverju nafni sem nefnist, sem ekki er sérstaklega undanþegin. Ríkisskattstjóri telur ekkert undanþáguákvæði laga um virðisaukaskatt geta átt við atvinnuskyni og skila arði af því fjármagni sem í það er lagt. Samkvæmt þessu starfsemi fyrirhugaðs hlutafélags. Félaginu virðist ætlað að starfa í ber félaginu að áliti ríkisskattstjóra að skrá sig samkvæmt lögum um virðisaukaskatt og innheimta og skila virðisaukaskatti af umferðargjaldi sem það krefur vegfarendur um. Félagið hefur eftir skráningu rétt til frádráttar innskatts af aðföngum sem varða skattskylda starfsemi sína, þ.m.t. vegna framkvæmda við jarðgöngin og viðhald þeirra.

 

Virðingarfyllst,

f.h. ríkisskattstjóra

Ólafur Ólafsson.