Dagsetning Tilvísun
11. okt. 1990 143/90
Virðisaukaskattur – D.
Með bréfi yðar, dags. 20. júní 1990, óskið þér álits ríkisskattstjóra á því hvernig fara skuli með sölu til D í bókhaldi og uppgjöri til virðisaukaskatts. D er í stuttu máli þannig að handhafar þessara korta taka með sér gest á veitingahús og greiða aðeins drykki og dýrari máltíðina en fá hina ókeypis. Kortinu skal framvísa við húsið við pöntun veitinganna.
Eins og mál þetta liggur fyrir er að áliti ríkisskattstjóra rétt að líta svo á að nettótalan, þ.e. verð drykkja og dýrari máltíðarinnar, sé hin skattskylda sala veitingahússins. Líta má á andvirði ódýrari máltíðarinnar sem veittan afslátt til gests.
Virðingarfyllst,
f.h. ríkisskattstjóra
Ólafur Ólafsson.